185) "Og meginið af því, sem hann kvað, var lof um yður, herra."
„Und das meiste, was er sagte, war Lob für Euch, mein Herr.“
186) "Ég er hræddur um, að lofið verði farið að þynnast og hættirnir að ruglast undir sólsetrið.
„Ich fürchte, bei Sonnenuntergang wäre das Lob weniger geworden und die Sitten verfallen.“
187) Það er gallinn á þessum blessuðum skáldum okkar, eins og þeir eru menn skýrir og skemmtilegir, að þeir kunna sér aldrei hóf við drykk.
Das ist der Nachteil bei diesen unseren gesegneten Skalden, sie sind kluge und lustige Männer, aber beim Trinken kennen sie kein Maß.
188) En hvað hefir nú á daga yðar drifið, Halldóra mín, síðan þér fóruð frá okkur?
Und wie habt Ihr nun Eure Tage verbracht, meine Halldóra, seit Ihr uns verlassen habt?
189) Hefir yður búnast vel á kotinu, sem þér fenguð?"
Ist es Euch gut ergangen in der Kate, die Ihr bekommen habt?“
190) "Guð hefir blessað efni mín.
„Gott hat mich gesegnet.
191) En - -."
Aber …“
192) "Eitthvað hefir yður samt gengið á móti.
„Euch ist etwas Schlimmes widerfahren.
193) Ég sé það á yður.
Ich sehe es Euch an.
194) Auðlegðin er góð, en hún stoðar lítið til gleði, þegar einhverjar aðrar raunir ber að höndum.
Ihr habt genug Geld, aber wenig Freude, weil Ihr Kummer mit Euch herumtragt.
195) Það þekki ég.
Das spüre ich.
196) Þér hafið eitthvað þungt að bera, Halldóra mín.
Ihr habt etwas Schweres zu tragen, meine Halldóra.
197) Er ekki svo?"
Ist es so?“
198) Halldóra stillti sig um það, eins og hún gat, að láta sér hrynja tár.
Halldóra blieb so ruhig, wie sie konnte, und ließ ihren Tränen freien Lauf.
199) "Ég var gift, eins og þér kannske vitið, og átti fjóra efnilega syni.
„Ich war verheiratet, wie Euch vielleicht bekannt ist, und hatte vier wohlgeratene Söhne.
200) Nú er ég ekkja og – barnlaus."
Nun bin ich Witwe und – kinderlos.“
201) "Drepsóttin hefir komið við hjá yður eins og fleirum."
„Die Pest ist zu Euch gekommen so wie zu den anderen.“
202) "Já.
„Ja.
203) Hún svipti mig öllu, sem ég átti.
Sie nahm mir alles, was ich hatte.
204) En því miður skildi hún sjálfa mig eftir."
Und dann griff sie auch noch nach mir.“
205) "Veslings Halldóra!
„Arme Halldóra!
206) Þetta eru þyngri raunir en svo, að nokkur geti bætt þær annar en guð einn.
Das ist ein schwerer Kummer, den nur Gott lindern kann.
207) Það veit ég líka, að þér vitið.
Das weiß ich genauso gut, wie Ihr es wißt.
208) Nú skal ég fylgja yður til Kristínar minnar.
Nun werde ich Euch zu meiner Kristín begleiten.
209) Hún mun hafa allan vilja á að gleðja yður eitthvað á þessum degi.
Sie wird nur zu gern bereit sein, Euch in diesen Tagen etwas Freude zu machen.
210) Þess vegna hefir hún gert yður orð.
Deswegen hat sie Euch ihr Wort gegeben.
211) Hún er inni í klaustrinu, - þó að hún sé ekki, sem betur fer, að búa sig undir klausturlifnað," bætti riddarinn við og brosti.
Sie ist drinnen im Kloster – obwohl sie sich nicht, wie es besser wäre, dem Klosterleben anpaßt“, sagte der Ritter und lächelte.
212) "Ábótinn, sá heilagi maður, sem annars má aldrei kvenmann sjá, hefir boðið henni stofurnar sínar fyrir sjálfa hana og þjónustumeyjar hennar, og hún hefir þegið það.
„Der Abt, der heilige Mann, der sonst nie eine Frau zu sehen bekommt, hat ihr und ihren Dienstmädchen seine Gemächer zur Verfügung gestellt, und sie hat es angenommen.
213) Nú skal ég ganga með yður þangað."
Nun werde ich mit Euch dorthin gehen.“
214) Þau gengu nú á stað heim til klaustursins.
Sie gingen nun ins Kloster.
215) Á leiðinni mælti Björn riddari:
Auf dem Weg sagte der Ritter Björn:
Abonnieren
Kommentare zum Post (Atom)
Kapitel 2. 4 (84 - 100 (Ende))
84) Ómurinn af söngnum fór dvínandi eftir því sem skipið fjarlægðist . Das Echo des Gesangs schwächte sich ab, je weiter das Schiff sich en...
-
28) Þrír landsfjórðungar lögðu þar saman, og vildi enginn öðrum eftir gefa að rausn og metnaði . Drei landsfjórðungar lagen dort zusammen,...
-
1) Hljótt var í bænum eftir brottför þeirra Þorleifs og manna hans, - óvanalega hljótt . Still war es im Dorf nach dem Aufbruch von Þorlei...
-
37) Nú var hún há og hnarreist sem valkyrja, fagurlega vaxin, full að vöngum, hæfilega holdug og að öllu hin hraustlegasta og föngulegasta ....
Keine Kommentare:
Kommentar veröffentlichen